föstudagur, 7. maí 2010

Plííís Ásdís Rán



Maður getur alltaf vonað.

fimmtudagur, 6. maí 2010

Óli Tynes á Rúv

Ekki vissi ég að Óli Tynes væri farinn yfir á Rúv.

miðvikudagur, 5. maí 2010

Einar Skúla stelur Öskjuhlíð

Þegar ég var lítill drengur bannaði mamma mín mér að leika mér í Öskjuhlíð og Nauthólsvík eftir myrkur því þar leyndust ýmis dusilmenni sem lokkuðu til sín unga stráka. Sá hættulegasti var kallaður Öskjuhlíðardóninn.

Sem stráklingi þótti mér staðurinn frekar spennandi enda eini vísirinn af skógi í borginni. Jafnframt þótti mér svæðið frekar óhugnalegt. Ég man eftir blóðugum rónum sofandi í skotbyrgjunum í Öskjuhlíðinni og miðaldra skápahommum sem hommuðust þar í grænum lautum um hábjartan dag. Svo var þar framið viðbjóðslegt morð fyrir nokkrum árum. Frekar krípí staður semsagt.

Síðastliðin tuttugu ár hef ég hvorki farið í Öskjuhlíð né Nauthólsvík. Samt hrýsir mig enn hugur við staðnum. Sérstaklega núna eftir að oddviti framsóknar hefur eignað sér staðinn. Fyrst berar hann sig þar, svo reynir hann að drepa andstæðing sinn þar og að lokum mætir hann bara á fund þangað eins og ekkert hafi í skorist!

Berar sig með gimp-grímu og latex hanska:



Og heimtar svo pening fyrir það:



Hit´n run:



Og svo bara fundur:



Mér finnst ósanngjarnt af Framsókn að slá eign sinni Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Hún á betur heima í nágreninu; Fossvogskirkjugarðinum:

mánudagur, 15. mars 2010

Landsbyggðarsyndrommið

Svona fer fyrir ungum mönnum sem dvelja langdvölum á Hvammstanga.

laugardagur, 27. febrúar 2010

Stólpípusamningur Geira og Nínu


Þorgerður Katrín kallar IceSave stólpípusamning. Vel að orði komist.

Eitt sinn gerði Geiri stólpípusamning við Nínu.

þriðjudagur, 23. febrúar 2010

Narcissistic personality disorder

Þetta er ógeðslega fyndið. Smellið á myndina til að stækka!





Það hefur verið hreint út sagt kostulegt að fylgjast með rimmu þeirra Símonar Birgissonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar undanfarið. Báðir eru þeir svo miklar veimiltítur að það er engin leið að gera upp við sig hvor þeirra er meiri plebbi.

Fyrir ofan setti ég inn skjámynd af BloggGáttinni og fyrir neðan hana er mynd af Símoni sem Þorleifur póstaði á sinni síðu.

Annars óska ég þeim báðum velfarnaðar.

föstudagur, 5. febrúar 2010

Afsakðu Albert

We're so sorry Uncle Albert.
But we haven't done a bloody thing all day.
We're so sorry Uncle Albert.
But the kettle's on the boil and we're so easily called away.